Systkin létu lífið er hús hrundi í Napólí

Lögreglumenn á Ítalíu.
Lögreglumenn á Ítalíu. AFP/Alessandro Fucarini

Tvö systkin og kvenkyns ættingi þeirra, sem talinn er hafa verið annað hvort móðir eða amma þeirra, létu lífið í nánd við Napólí á Suður-Ítalíu í morgun eftir að tveggja hæða hús sem þau bjuggu í hrundi, að sögn slökkviliðs á staðnum.

Björgunaraðilar fundu föður og ungt barn á lífi og voru þau flutt á spítala til aðhlynningar. Ástand föðurins er talið alvarlegt.

Systkinin sem létu lífið eru sögð hafa verið fjögurra og sex ára gömul.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert