Fellibylur á leið til Flórída

Fellibyliurinn Helena gekk yfir Mexíkó en er nú væntanlegur til …
Fellibyliurinn Helena gekk yfir Mexíkó en er nú væntanlegur til Flórída. AFP/Elizabeth Ruiz

Kröftugur stormur á leið til bandaríska ríkisins Flórída er núna skilgreindur sem fellibylur, að sögn bandarísku veðurstofunnar.

Þúsundum íbúa hefur verið gert að yfirgefa heimili sín vegna fellibylsins, sem nefnist Helena. 

Búist er við eyðileggingu af völdum Helenu, mikilli rigningu víðs vegar um ríkið og flóðum, bæði á Flórída og víðar á suðausturhluta Bandaríkjanna.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert