Heimatilbúin sprengja sprakk í dómshúsi

Einn er í gæsluvarðahaldi grunaður um verknaðinn.
Einn er í gæsluvarðahaldi grunaður um verknaðinn. AFP

Heimatilbúin sprengja sprakk í dómshúsi í Santa Barbara-sýslu í Kaliforníuríki í dag. 

Enginn slasaðist alvarlega en tveir hlutu minni háttar áverka. Einn situr nú í gæsluvarðhaldi grunaður um verknaðinn. 

Í frétt Noozhawk segir að maður hafi verið inni í dómshúsinu þegar hann kastaði tösku inn í eitt herbergi í byggingunni og það sem var í töskunni sprakk.

Fjölmiðlar vestanhafs segja manninn hafa kastað sprengjunni í mótmælaskyni.

Starfsfólk sem starfar nærri dómshúsinu segir í samtali við AFP-fréttastofuna að það hafi ekki orðið vart við sprengjuna fyrr en lögreglan mætti á svæðið. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert