Rændi strætisvagni og reyndi að flýja lögreglu

Vagnstjórinn og farþeginn sem lifði af eru „slegnir en ekki …
Vagnstjórinn og farþeginn sem lifði af eru „slegnir en ekki særðir“ að sögn lögreglu. AFP

Maður vopnaður byssu rændi í nótt strætisvagni í Los Angeles í Bandaríkjunum á meðan farþegar voru þar um borð. Maðurinn hefur verið handtekinn.

New York Times greinir frá því að einn farþegi hafi látið lífið þegar maðurinn rændi strætisvagninum.

Lögreglan segist hafa veitt ræningjanum eftirför í klukkutíma í gegnum miðbæ Los Angeles.

Tveir farþegar auk vagnstjóra voru í vagninum þegar honum var rænt. Einn farþegi lést af sárum sínum eftir að hafa verið skotinn nokkrum sinnum.

Lögreglumenn voru ræstir út um kl. 1 í nótt, eftir að vagnstjórinn ýtti á neyðarhnapp sem kveikti á skilti framan á vagninum sem á stóð „911 hringið í lögreglu“.

Vagnstjórinn og farþeginn sem lifði af voru „slegnir en ekki særðir“ að sögn lögreglu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert