Helena nær landi í nótt: Búist við miklu tjóni

Hér má sjá gervihnattamynd af fellibylnum.
Hér má sjá gervihnattamynd af fellibylnum. AFP/Noaa/Goes

Áætlað er að fellibylurinn Helena muni valda gífurlegu tjóni í Flórídaríki er hann nær landi í nótt. Þegar eru 125 þúsund heimili og fyrirtæki án rafmagns. Fellibylurinn gæti orðið einn stærsti fellibylur sem komið hefur frá Mexíkó-flóa síðastliðna áratugi.

Fellibylurinn hefur vaxið í dag og nú er hann orðinn að 4. stigs fellibyl með vindhviður sem ná hátt í 60 metra á sekúndu.

Búist er við miklu tjóni og hefur Ron DeSantis, ríkisstjóri Flórída, þegar skipað þúsundum manna í þjóðvarðliðinu að vera búnir undir leit og björgun.

Áætlað er að hann komi að landi klukkan þrjú í nótt að íslenskum tíma.

Þegar er byrjað að flæða á land á sumum stöðum.
Þegar er byrjað að flæða á land á sumum stöðum. AFP/Getty Images/Joe Raedle

„Ólífvænleg atburðarás mun eiga sér stað“

Búið er að loka flugvöllum í Tampa og Tallahassee og þegar er komið smá flóð á land í St. Petersburg, miðbæ Tampa, Sarasota og Treasure Island.

„Við eigum von á stormi sem nær 15 til 20 metra yfir jörðu,“ sagði Mike Brennan, forstjóri banda­rísku felli­byljamiðstöðvarinna (NHC).

„Þetta nær upp í toppinn á tveggja hæða byggingu. Enn og aftur, ólífvænleg atburðarás mun eiga sér stað hérna á þessum hluta strandlengjunnar í Flórída.“

Flóðbylgjurnar sem munu fylgja fellibylnum geta eyðilegt hús og bíla að hans sögn.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert