Þrír fórust eftir framúrakstur

Danska lögreglan.
Danska lögreglan. Af vef lögreglunnar á Austur-Jótlandi

Þrír fórust í umferðarslysi sem varð í Tranbjerg, fyrir utan Árósa í Danmörku í gærkvöldi.

Slysið varð þegar 35 ára karlmaður ætlaði að taka fram úr tveimur bílum en lenti við það í árekstri við bíl sem kom á móti. Fimm voru í þeim bíl og létust þrír þeirra á staðnum. Tveir liggja á sjúkrahúsi en þeir eru ekki í lífshættu, að því er DR greinir frá.

Ökumaðurinn sem varð valdur að slysinu er grunaður um að hafa ekið undir áhrifum áfengis og fíkniefna.

Lögreglan hefur rætt við vitni sem sáu áreksturinn, auk þess sem slysstaðurinn verður rannsakaður, að sögn lögreglunnar á Austur-Jótlandi.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert