104 látnir í flóðum

Um er að ræða mesta úrkomu sem hefur mælst í …
Um er að ræða mesta úrkomu sem hefur mælst í höfuðborginni síðan árið 1970. AFP

Að minnsta kosti 104 eru látnir í flóðum af völdum mikilla rigninga í Nepal. 64 er enn saknað.  

Heilu hverfin eru á kafi í Kathmandu, höfuðborg landsins, og þá hafa orðið miklar eyðileggingar á þjóðvegum Nepal. 

Gátu ekki opnað útidyrahurðina

Hinn fertugi Kumar Tamang, sem býr í fátækrahverfi við árbakka, sagði við AFP-fréttaveituna að fjölskylda hans hefði flúið um miðnætti eftir að vatn byrjaði að flæða inn á heimili hans. 

„Í morgun komum við aftur heim og þá leit allt öðruvísi út,“ sagði Tamang.

„Við gátum ekki opnað útidyrahurðina, hún var föst undan drullu. Í gær óttuðumst við að vatnið myndi drepa okkur, en í dag höfum við ekkert vatn til að þrífa.“

Heilu hverfin voru á kafi í Kathmandu.
Heilu hverfin voru á kafi í Kathmandu. AFP

Að minnsta kosti 14 þeirra sem létu lífið voru í rútum er vatnið flæddi að suður af höfuðborginni. 

Um er að ræða mestu úrkomu sem hefur mælst í höfuðborginni síðan árið 1970. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert