Fyrstu útgönguspár: Sögulegur sigur Frelsisflokksins

Þetta yrði í fyrsta skipti sem flokkurinn færi með sigur …
Þetta yrði í fyrsta skipti sem flokkurinn færi með sigur af hólmi. AFP/Roland Schlager

Austurríski Frelsisflokkurinn FPÖ virðist ætla að hljóta sögulegan sigur í þingkosningum sem haldnar voru í dag miðað við fyrstu útgönguspár sem austurríska ríkisútvarpið birti. 

Flokkurinn hlaut 29,1% atkvæða en Flokkur fólksins, ÖVP, 26,2% atkvæða. 

Kjörstaðir opnuðu klukkan átta í morgun og lokuðu klukkan 17. 

Þetta er í fyrsta skipti sem Frelsisflokkurinn hlýtur sigur í kosningum. 

Útiloka samstarf með formanninum

Aðalritari ÖVP segist hafa orðið fyrir miklum vonbrigðum með fyrstu útgönguspár og útilokar stjórnarsamstarf með Herbert Kickl, formanni FPÖ. 

Erfitt gæti reynst fyrir FPÖ að mynda meirihlutastjórn án ÖVP. Sérfræðingar telja líklegt að ÖVP, Sósíaldemókratar og frjálslyndi flokkurinn NEOS myndi þriggja flokka stjórn. 

Aðeins tvær þriggja flokka stjórnir hafa verið myndaðar í Austurríki. Sú fyrsta var við lýði á árunum 1945-1949 og sú seinni árin 2003-2007.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert