Rýma þorp í Grikklandi vegna skógarelda

Á síðasta sólarhringnum hafa 27 skógareldar brotist út. Myndin er …
Á síðasta sólarhringnum hafa 27 skógareldar brotist út. Myndin er af gróðureldunum sem brutust út í síðasta mánuði. AFP

Búið er að rýma þorp í suðurhluta Grikklands vegna skógarelda sem brutust út fyrr í dag.

Þorpið er nærri sjávarbænum Xylokastro í Pelops-héraðinu í Grikklandi. 

Slökkviliðið notar 15 slökkviliðsbíla og þrjár þyrlur í baráttunni við eldinn. Að sögn talskonu slökkviliðsins er baráttan við eldana erfið.

Á síðasta sólarhringnum hafa 27 skógareldar brotist út í Grikklandi að sögn talskonu slökkviliðsins.

Í síðasta mánuði geisuðu skógareldar í Grikklandi sem höfðu þau áhrif að þúsundir þurftu að yfirgefa heimili sín. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert