Einn handtekinn eftir að kona fannst látin

Danska lögreglan að störfum.
Danska lögreglan að störfum. AFP

Kona fannst látin fyrr í dag í Sønderborg í Danmörku og lögreglan í Suður-Jótlandi telur að andlátið hafi borið að með saknæmum hætti. Hinn grunaði hefur verið handtekinn.

Danska ríkisútvarpið greinir frá.

Búið er að girða af svæðið þar sem konan fannst látin og rannsóknarlögreglan er á staðnum. Lögreglan áætlar að vera á staðnum í nokkra tímaí viðbót, segir í fréttatilkynningu frá lögreglunni.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka