Verðbólgan 18,6%

Verð á mat og drykkjarvörum hækkaði um 1,8% í janúar
Verð á mat og drykkjarvörum hækkaði um 1,8% í janúar Brynjar Gauti

Vísitala neysluverðs miðuð við verðlag í janúar 2009  hækkaði um 0,57% frá fyrra mánuði. Síðastliðna tólf mánuði hefur vísitala neysluverðs hækkað um 18,6% en vísitala neysluverðs án húsnæðis um 21,4%. Verðbólga hefur ekki verið jafn mikil á Íslandi síðan í apríl 1990 eða tæp nítján ár.

Vísitala neysluverðs án húsnæðis hækkaði um 0,43% frá desember.

Flugfargjöld lækkuðu um 14,5%

Vetrarútsölur eru víða í gangi og lækkaði verð á fötum og skóm um 8,2% (vísitöluáhrif -0,40%). Verð á flugfargjöldum til útlanda lækkaði um 14,5% (-0,19%).

Verð á mat og drykkjarvöru hækkaði um 1,8% (0,24%) og efni til viðhalds húsnæðis hækkaði um 3,5% (0,16%). Þá hækkaði verð á nýjum bílum um 1,7% (0,12%).

Fastskattavísitala neysluverðs hefur verið uppfærð á ný og er nú áfengis-, tóbaks- og olíugjaldi auk vörugjalda af bensíni haldið föstum eins og þau voru í nóvember 2008.

Brauð og kornvara hækka um 73% og ávextir um 59%

Undanfarna þrjá mánuði hefur vísitala neysluverðs hækkað um 3,9% sem jafngildir 16,4% verðbólgu á ári (17,1% fyrir vísitöluna án húsnæðis), að því er segir á vef Hagstofu Íslands.

Þrátt fyrir að verðbólgan hafi aukist um 18,6% á tólf mánaða tímabili þá hefur verð á mat og drykkjarvöru hækkað langt umfram það en hækkunin nemur tæpum 30% frá því janúar 2008. Ávextir hafa á sama tímabili hækkað um 59%. Brauð og kornvara hafa hækkað um tæp 73% á einu ári, samkvæmt vef Hagstofu Íslands.

Hér er hægt að sjá hækkun á ýmsum liðum vísitölunnar á einu ári

Verð á fatnaði og skóm lækkaði um 8,2%
Verð á fatnaði og skóm lækkaði um 8,2% mbl.is/ÞÖK
Verð á brauði og kornvöru hefur hækkað um tæp 73% …
Verð á brauði og kornvöru hefur hækkað um tæp 73% á einu ári.
mbl.is

Viðskipti — Fleiri fréttir

Í gær

Fimmtudaginn 21. nóvember

Miðvikudaginn 20. nóvember

Þriðjudaginn 19. nóvember