Flugslysanefnd kannar orsök flugslysins í Stykkishólmi

TF-FTL á hvolfi á flugbrautinni í Stykkishólmi.
TF-FTL á hvolfi á flugbrautinni í Stykkishólmi. mbl.is/Gunnlaugur Árnason

Flugslysanefnd kom til Stykkishólms og kannaði aðstæður á flugvellinum þar sem lítilli Cessna 152 flugvél hlekktist á um hádegisbilið. Flugvélinni hvoldi rétt eftir lendingu. Flugvélin ber einkennisstafina TF-FTL og er í eigu Flugskóla Íslands.

Flugstjórinn hafði tekið vélina á leigu og var á ferð ásamt konu sinni. Þau sluppu mjög vel frá þessu slysi og eru talin óbrotin en marin eftir óhappið.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka