Ferðir meintra CIA-flugvéla: Þrjár hafa lent hér í nóvember

Eftir Rúnar Pálmason runarp@mbl.is
Tvær flugvélar sem New York Times segir að tilheyri leppfyrirtækjum CIA hafa lent á Keflavíkurflugvelli í þessum mánuði, sú fyrri kom hinn 17. nóvember en sú seinni 18. nóvember. Eins og rækilega hefur verið fjallað um í fjölmiðlum lenti meint CIA-flugvél í Reykjavík 6. nóvember.

Mikið hefur verið fjallað um fangaflug bandarísku leyniþjónustunnar CIA í fjölmiðlum austan hafs og vestan undanfarnar vikur og víða í Evrópu hafa stjórnvöld ákveðið að rannsaka ferðir meintra CIA-flugvéla. Fjöldi flugvéla hefur verið nefndur til sögunnar, t.d. bað danski þingmaðurinn Frank Aaen um upplýsingar um flugvélar með 44 mismunandi kallnúmer sem eru taldar í þjónustu CIA, en grunur hefur beinst að fleiri flugvélum.

Morgunblaðið fékk í gær upplýsingar frá íslenskum flugmálayfirvöldum um ferðir 16 af þessum flugvélum sem eiga það sameiginlegt að tiltölulega miklar upplýsingar liggja fyrir um tengsl þeirra við CIA.

Í ljós kom að 14 þessara flugvéla hafa lent hér í 41 skipti frá ársbyrjun 2001, þar af 10 sinnum á þessu ári. Tvær til viðbótar hafa farið samtals 11 sinnum um flugstjórnarsvæðið.

Nánar er fjallað um málið í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert