Ögmundur Jónasson, þingmaður VG, hefur lagt fram fyrirspurn á Alþingi um hvort viðskiptaráðherra geti upplýst með óyggjandi hætti, m.a. á grundvelli upplýsinga sem aflað verði frá Fjármálaeftirlitinu hérlendis og sambærilegri stofnun í Þýskalandi, hvort þýski bankinn Hauck & Aufhauser hafi verið meðal raunverulegra kaupenda og síðan eigenda Búnaðarbankans sem hluti af Eglu hf. þegar einkavæðingu Búnaðarbankans lauk.
Ögmundur spyr síðan: Ef í ljós kemur að hinn erlendi banki var ekki meðal raunverulega kaupenda og upplýsingar þar um voru rangar, hvaða afleiðingar mun það hafa í för með sér gagnvart:
Fyrirspurnin kemur fram eftir að Vilhjálmur Bjarnason, aðjunkt við Háskóla Íslands, fullyrti að skoðun á efnahagsreikningi þýska bankans fyrir árið 2003 leiði í ljós, að bankinn átti ekkert í Eglu en eignarhluturinn hefði átt að koma fram þar.