Frambjóðandi grunaður um ölvun við akstur

Stjórn Fulltrúaráðs sjálfstæðisfélaganna í Árborg fundar nú vegna stöðu Eyþórs Arnalds, oddvita flokksins á framboðslistanum fyrir sveitarstjórnakosningarnar í vor, eftir að hann var handtekinn í tengslum við ákeyrslu og ölvunarakstur í Reykjavík í nótt. Þetta kom fram í fréttum NFS og Sjónvarpsins í kvöld.

Það var öðrum tímanum í nótt sem lögregla fékk tilkynningu um að maður hefði ekið á ljósastaur á Sæbraut við Kleppsveg og ekið af vettvangi. Lögreglan hóf leit að bílnum sem hún stöðvaði svo í Ártúnsbrekku. Þar var farþeginn, sem ekki er skráður eigandi bílsins, undir stýri og er hann jafnframt grunaður um ölvun. Báðir hinir handteknu voru látnir gista fangageymslur og var sleppt að loknum yfirheyrslum. Játning mun liggja fyrir í málinu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka