Saving Iceland, alþjóðlegt net einstaklinga sem berjast gegn stóriðju og virkjunum á Íslandi, halda um næstu helgi ráðstefnuna „Hnattrænar afleiðingar stóriðju og stórstíflna“. Ræðumenn ráðstefnunnar eru meðlimir grasrótarhreyfinga frá Suður- og Norður Ameríku, Evrópu, Afríku, Asíu.
„Verndun íslenskrar náttúru tengist beint málefnum sem eru hitamál um allan heim, eins og loftslagsbreytingar og orkumál,“ segir Jaap Krater, einn skipuleggjenda ráðstefnunnar í fréttatilkynningu.
Eftir ráðstefnuna verða settar upp búðir þar sem boðið verður upp á fræðslu og þátttöku í vinnuhópum, götupartýi í Reykjavík 14. júlí, listasýningu, tónleikum og kvikmyndasýningum og beinum aðgerðum, samkvæmt fréttatilkynningu.
Á ráðstefnunni verða framsögumenn frá Náttúruvaktinni, Fuglaverndunarfélagi Íslands, Framtíðarlandinu, Saving Iceland og Sólarhópunum sem verjast stóriðju á sínum heimasvæðum, auk erlendra gesta.