Eldur kom upp í einbýlishúsi í Barmahlíð í Glerárhverfi Akureyrar í kvöld. Nú er unnið að slökkvistörfum og að sögn slökkviliðsins á Akureyri er töluvert mikill reykur og einn hefur verið fluttur á slysadeild. Um gamalt hús er að ræða og óvíst hvort skemmdir eru miklar.
Að sögn blaðamanns Morgunblaðsins á Akureyri gaus eldurinn upp á mjög skömmum tíma og reykjarstækju lagði yfir hverfið. Nú er slökkviliðið að rífa þakið af húsinu til að leita að glæðum en talið er að búið sé að slökkva eldinn. Aðeins einn var í húsinu þegar eldurinn kom upp og var honum bjargað út. Maðurinn var með meðvitund.