Skjálfti við Þeistareyki

Skjálftinn varð 1,9 km norðan við Þeistareyki.
Skjálftinn varð 1,9 km norðan við Þeistareyki. Veðurstofa Íslands

Jarðskjálfti af stærðinni 3.0 varð þann klukkan 17:55:48 í dag.
Upptök skjálftans voru 1,9 km norður af Þeistareykjum. Að sögn eftirlits- og spásviðs Veðurstofunnar fylgdu nokkrir smærri skjálftar í kjölfarið, sá síðasti upp úr kl. 19. Þegar leið á kvöldið virtist vera orðið rólegt á svæðinu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert