Vilja Hringrás frá byggð

Eldsvoðinn í Hringrás í fyrrinótt.
Eldsvoðinn í Hringrás í fyrrinótt. mbl.is/Júlíus

Staðsetning og ákvæði starfsleyfis endurvinnslufyrirtækisins Hringrásar í Klettagörðum verða rædd og hugsanlega endurskoðuð í kjölfar eldsins sem þar kom upp í fyrrinótt. Grunur leikur á að kveikt hafi verið í en allt tiltækt slökkvilið barðist við eldinn í rúma sex tíma. Rannsakar lögregla nú málið.

Í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag segir Jón Viðar Matthíasson, slökkviliðsstjóri höfuðborgarsvæðisins, að magnið af gúmmíi sem logaði í hafi verið yfirþyrmandi. Eðlilegt væri að skoða í framhaldinu hvort leyfilegt magn samkvæmt starfsleyfi sé ívið of mikið. Var magn gúmmís þó innan marka þegar Heilbrigðiseftirlitið fór á staðinn í síðustu viku.

Ekki þurfti að rýma byggð í nágrenninu eins og í stórbrunanum hjá fyrirtækinu árið 2004. Engu að síður hyggst forstjóri Hrafnistu, sem hefur lengi viljað starfsemina burt, endurvekja þá kröfu í kjölfar atburðanna.

Einar Ásgeirsson, framkvæmdastjóri Hringrásar, segir fyrirtækið hafa farið í öllu eftir starfsleyfinu og gott betur. Það sé til í að skoða málin með yfirvöldum en ekki sé víst að betri staðsetning finnist.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka