Engar fréttir úr dómsal

Frá Héraðsdómi Reykjaness í morgun.
Frá Héraðsdómi Reykjaness í morgun. mbl.is/Júlíus

Engar fréttir verða sagðar úr dómsal í máli ákæruvaldsins gegn Annþóri Kristjáni Karlssyni og Berki Birgissyni. Dómari féllst á kröfu ákæruvaldsins þess efnis. Skýrslutökum lýkur ekki fyrr en á morgun og ekki má greina frá því sem gerist í dómsal fyrr en þá, að viðlögðum sektum.

Þetta á við um fjölmiðlamenn sem sitja réttarhöldin en einnig aðra áhorfendur.

Dómari vísaði í 114. gr. laga um meðferð sakamála. Þar segir: „Á meðan ákærði gefur skýrslu skulu vitni í sama máli ekki hlýða á framburðinn. Dómari getur enn fremur ákveðið að það sama gildi um aðra ákærðu ef ástæða þykir til.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert