Ákæruvaldið hefur farið þess á leit við dómara að fréttaflutningur verði takmarkaður af aðalmeðferð yfir þeim Annþóri Kristjáni Karlssyni, Berki Birgissyni og átta öðrum. Fallist dómari á kröfuna verða engar fréttir af skýrslutökum í dag þar sem þær halda áfram á morgun. Gert var hlé á dómþinginu.
Verjendur mótmæltu kröfunni en ákæruvaldið hélt því fram að það væri ómögulegt að fréttir birtust af skýrslutökum sakborninga þegar vitni hefðu ekki gefið skýrslu. Það færi gegn hagsmunum málsins.
Niðurstaða dómara ætti að liggja fyrir eftir hléið.