Ríkisráðið fundar í dag

Ríkisstjórnin á fundi með forseta Íslands í morgun.
Ríkisstjórnin á fundi með forseta Íslands í morgun. mbl.is/Ómar

Fundur stendur nú yfir í ríkisráðinu á Bessastöðum en löng hefð er fyrir því að ráðið, sem samanstendur af ráðherrum ríkisstjórnarinnar á hverjum tíma og forseta Íslands, komi saman til fundar á aðsetri forseta á gamlársdag. Fundurinn hófst klukkan tíu.

Fundur ríkisráðsins hafa yfirleitt gengið fyrir sig án stórra frétta en stundum hefur þó dregið til tíðinda eins og fyrir ári síðan þegar tilkynnt var að tveir ráðherrar ríkisstjórnarinnar, Jón Bjarnason og Árni Páll Árnason, færu úr henni og inn kæmi Oddný G. Harðardóttir sem fjármálaráðherra.

Þá tilkynnti Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, fyrir tveimur árum á gamlársdag að hann ætlaði að fresta því að staðfesta frumvarp frá Alþingi um svonefnda Icesave II samninga. Hann neitaði síðan að staðfesta það nokkru síðar. Frumvarpið fór í kjölfarið í þjóðaratkvæði og var fellt.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert