Berin heldur seinna á ferðinni í ár

Í berjamó í Heiðmörk.
Í berjamó í Heiðmörk. mbl.is/Golli

„Menn tala um að berin á Suður- og Vesturlandi verði ef til vill hálfum mánuði eða þremur vikum seinna á ferðinni en venjulega en það séu heilmiklir berjavísar víða,“ segir Þorvaldur Pálmason berjavinur.

Þeir sem þekkja til láta vel af sprettunni víða um land en hún sé þó svæðisbundin. Kalt hefur verið á Suður- og Vesturlandi í vor og í sumar en þar hefur aftur á móti verið nokkuð rakt, sem er kostur þegar hugað er að berjasprettu.

„Ég veðja á að einhverjir hlutar landsins verði berjalitlir,“ segir Þorvaldur í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert