Fulltrúar geislafræðinga og Landspítalans sitja nú á fundi með heilbrigðisráðherra, Kristjáni Þór Júlíussyni. Stór hluti geislafræðinga á Landspítalanum hættir störfum næstkomandi fimmtudag að óbreyttu.
Fulltrúar geislafræðinga og Landspítalans funduðu í gærkvöldi.
Jón Hilmar Friðriksson, staðgengill forstjóra Landspítalans, segir of snemmt að segja til um hvort ástæða sé til bjartsýni á að deilan leysist fyrir fimmtudag.
Geislafræðingar neituðu fyrir helgi að vinna eftir neyðarlistum, en Jón segir að verið sé að vinna að skipulagningu á því með hvaða hætti spítalinn takist á við það ástand sem skapist gangi geislafræðingar út á fimmtudag.