„Það er auðvitað alls ekkert á ábyrgð Reykjavíkurborgar. RIFF hefur verið styrkt um miklar fjárhæðir í gegnum árin og staðið vel að sínu verki.“
Þetta segir Margrét Kristín Blöndal, fulltrúi Besta flokksins í menningar- og ferðamálaráði, um það sjónarmið fulltrúa Sjálfstæðisflokksins að borgin ógni grundvelli Alþjóðlegu kvikmyndahátíðarinnar í Reykjavík (RIFF) með því að hætta stuðningi við hátíðina.
Nánar er um þrætur þessar í Morgunblaðinu í dag.