Frestur til að sækja um stöðu útvarpsstjóra Ríkisútvarpsins rann út á miðnætti aðfaranótt 13. janúar. Alls bárust 39 umsóknir um stöðuna, þær komu frá 29 körlum og tíu konum.
Listi yfir umsækjendur fylgir með í viðhengi.
Í tilkynningu er haft eftir Ingva Hrafni Óskarssyni, stjórnarformanni Ríkisútvarpsins ohf., að ánægjulegt sé hversu margir reynslumiklir einstaklingar sæki um stöðu útvarpsstjóra. „Næsta skref er að fara yfir umsóknir og meta hvaða umsækjendur verða boðaðir í viðtal. Ég bind vonir við að hægt verði að ganga frá ráðningu nýs útvarpsstjóra fyrir mánaðamót.“
Meðal umsækjenda eru Maríanna Friðjónsdóttir framkvæmdastjóri, Ólafur Páll Gunnarsson dagskrárgerðarmaður, Úlfhildur Dagsdóttir bókmenntafræðingur, Hrafn Gunnlaugsson leikstjóri og rithöfundur, Guðjón Pedersen leikstjóri og Edda Björgvinsdóttir leikari.