Pétur Blöndal, þingmaður Sjálfsstæðisflokks, segir að langflest heimili geti vel greitt af húsnæðislánum sínum. Ráðstöfunartekjur þeirra sem hafi tekið lán fyrr en í desember 2004 hafi jafnframt aukist umfram hækkun á lánunum auk þess sem virði eigna þeirra hafi aukist meira en lánin, því geti hann ekki stutt leiðréttingarúrræði ríkisstjórnarinnar.
mbl.is ræddi við Pétur í dag en hann skilaði í gær inn séráliti um frumvarp ríkisstjórnarinnar til laga um leiðréttingu verðtryggðra fasteignaveðlána.