Svarstýn á að viðræður klárist

Náist samningar ekki í dag hefst ótímabundið verkfall sjúkraliða kl. …
Náist samningar ekki í dag hefst ótímabundið verkfall sjúkraliða kl. 8 í fyrramálið. Golli / Kjartan Þorbjörnsson

Lítið miðar áfram í kjaradeilu sjúkraliða að sögn Kristínar Á. Guðmundsdóttur, formanns Félags sjúkraliða. Hún segir stöðuna vera þá sömu og þegar fundi lauk á ellefta tímanum í gærkvöldi.

Ótíma­bundið alls­herj­ar­verk­fall sjúkra­liða og fé­lags­manna SFR á hjúkr­un­ar­heim­il­um og stofn­un­um inn­an Sam­taka fyr­ir­tækja í heil­brigðisþjón­ustuhefst klukkan átta í fyrramálið náist samningar ekki fyrir þann tíma.

Fundur hófst klukkan 9:15 í morgun og segir Kristín að nú sé verið að skoða réttindamálin sem enn eru ekki frágengin, þó ágætlega hafi miðað í viðræðum um þann þátt.

Gærkvöldið var hins vegar notað til þess að fara yfir launaliðinn og fengu sjúkraliðar þá í fyrsta skipti afhentar tölulegar upplýsingar til að notast við útreikning á mögulegum launahækkunum.

Hún vonast til þess að dagurinn leiði málin betur í ljós en er þó svartsýn á að viðræður klárist. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert