Gunnar Nelson heldur áfram að klífa metorðastigann í UFC og berst í aðalbardaga á Fight Night bardagakvöldi UFC bardagasambandsins í Stokkhólmi í kvöld, laugardaginn 4. október.
Útsending frá bardögum kvöldsins hefst klukkan 19:00, en Gunnar stígur síðastur inn í búrið og erfitt að spá fyrir um með vissu hvenær það verður, en útsendingu frá bardögunum lýkur klukkan 21:15.
Andstæðingur Gunnars er hinn þrítugi Bandaríkjamaður Rick Story og mætast þeir í veltivigtarbardaga.
Story sem hefur viðurnefnið "The Horror" hefur 25 bardaga á bakinu og hefur hann farið með sigur af hólmi 17 sinnum. Hann er í 15. sæti veltivigtarinnar á styrkleika UFC, þremur sætum fyrir neðan Gunnar.
Bardaginn gegn Story verður 15. bardagi Gunnars sem er enn ósigraður með 13 sigra og eitt jafntefli. Þá virðast veðbankar hafa trú á að Gunnar muni leggja Story af velli.
Fjölmargar krár og sportbarir munu sýna bardagann í beinni útsendingu á laugardaginn og ættu þeir sem hafa áhuga á að fylgjast með Gunnari glíma við Rick "The Horror" Story ekki að eiga í vandræðum með að finna staði sem sýna bardagann.
Hægt að sjá bardagann á eftirtöldum stöðum (í stafrófsröð). Listinn er ekki tæmandi:
Blásteinn, Árbæ
Cafe Catalinu í Kópavogi
Enska barnum - English Pub
Hamborgarasmiðjan Grensásvegi
Hendrix við Gullinbrú
Hótel Selfoss
Hvíti Riddarinn, Mosfellsbæ
Írski barinn (Irish Pub) í Hafnarfirði
Íslenski rokkbarinn, Hafnarfirði
Kollubar, Hvanneyri
Kondó Bar, Dalvík
Rauða ljóninu
Rio sportbar, Hverfisgötu 46
Silfur, Hafnarfirði
SmáraTívolí, Smáralind
Snóker og Poolstofunni í Lágmúla
Sportvitanum (Akureyri)
Stúdentakjallaranum
Vitakaffi á Akranesi
Víkin, Höfn í Hornafirði
Ölver sport og karokebar
Er bardaginn sýndur á þínum bar? Sendu okkur línu á netfrett@mbl.is og láttu okkur vita.