Yoko Ono sparaði ekki lofið á Ísland þegar hún afhenti verðlaun Lennon Ono Peace Fund í Hörpu fyrr í dag. Landið sem væri ægifagurt og verndað af álfum væri farið að tákna von um frið og samhljóm hjá fólki um allan heim.
Viðtakendur verðlaunanna þau Jann Wenner einn stofnenda tímaritsins Rolling Stone, Jeremy Gilley stofnandi samtakanna Peace One Day og þau Doreen Remen og Yvonne Force Villareal Stofnendur samtakanna Art Production Fund hvatti hún sérstaklega til að heimsækja Snæfellsnes.
Jón Gnarr tilkynnti að hann myndi láta verðlaunaféð sem nemur um 6 milljónum króna renna til Kvennaathvarfsins.