Búist við röskun á starfsemi LSH

mbl.is/Ómar

Verkfall Læknafélags Íslands hefst á miðnætti og má því búast við röskun á starfsemi spítalans. Á morgun og á þriðjudag leggja læknar á kvenna- og barnasviði og rannsóknarsviði niður vinnu.

Fram kemur á facebooksíðu LSH að fólk sé hvatt til að fylgjast með framgangi verkfallsins og tilkynningum á vef spítalans.

„Falli niður bókaður tími vegna aðgerðanna verður leitast við að finna nýjan tíma. Markmið Landspítala í þessum aðgerðum er að öryggi sjúklinga verði áfram tryggt og bráðatilvikum verður öllum sinnt,“ segir í tilkynningu frá sjúkrahúsinu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert