Sykrað skyr og dísætt jógúrt í dós

Sykur
Sykur

Samkvæmt vefsíðunni sykurmagn.is samsvarar viðbætt sykurmagn í Létt-drykkjarjógúrti með jarðarberjum tíu sykurmolum, þeir eru sjö í dós af Engjaþykkni og sama magn í lítilli dós af skyr.is með bláberjum. Í dós af Óskajógúrti með jarðarberjum eru sex og hálfur sykurmoli. Hver moli er tvö grömm. Allt eru þetta framleiðsluvörur MS, sem leitar leiða til að minnka viðbættan sykur í vörum sínum. Vöruþróunarstjóri fyrirtækisins segir að sykurminni vörur eigi til að falla síður í kramið hjá neytendum.

Sykurmagn.is er á vegum Embættis landslæknis, þar eru upplýsingar um viðbættan sykur í 55 vörutegundum og koma upplýsingarnar úr ÍSGEM, íslenska gagnagrunninum um efnainnihald matvæla.

Fita, sætuefni, sykur...

Með viðbættum sykri er átt við þann sykur sem bætt er í matvörur við framleiðslu. Viðbættur sykur er um 9% þeirra orkuefna sem Íslendingar neyta að meðaltali og kemur stærstur hluti hans úr sykruðum drykkjum og sælgæti, 6% koma úr mjólkurvörum. Ekki er bara átt við hvítan sykur, heldur einnig aðrar gerðir sykurs, t.d. agavesíróp, hrásykur og melassa. Á vefsíðu Embættis landlæknis segir að ekki sé almennt hollara að bæta í matvælin einni tegund sykurs umfram aðra.

„Þetta erum við að takast á við og hefur verið markmið okkar lengi. Við settum okkur fyrst stefnu um að minnka sykurinn árið 2008,“ segir Björn S. Gunnarsson, matvæla- og næringarfræðingur og vöruþróunarstjóri MS, spurður hvort ekki sé hægt að framleiða þessar vörutegundir án svo mikils sykurmagns.

Á vef MS kemur fram að fyrirtækið framleiðir 13 vörutegundir án viðbætts sykurs og fimm sem flokkaðar eru sem sykurminni. Björn segir að til þess að kalla megi vöru sykurminni eða sykurskerta þurfi að skerða sykurmagnið um 30% frá upprunalegu vörunni eða þeirri hefðbundnu. „Við höfum vissulega farið víða í vöruþróun,“ segir Björn. „Upp úr 1990 byrjaði fituumræðan og þá fórum við að koma með léttari vörur. Síðan var farið að tala um sykurinn, þá skiptum við honum sums staðar út fyrir sætuefni. Þau hafa verið gagnrýnd og núna er helsta verkefnið að draga úr sykrinum án þess að nota sætuefni og án þess að það komi niður á bragðgæðunum.“

Af vefnum sykurmagn.is
Af vefnum sykurmagn.is
Samkvæmt vefsíðunni sykurmagn.is samsvarar viðbætt sykurmagn í Létt-drykkjarjógúrti með jarðarberjum …
Samkvæmt vefsíðunni sykurmagn.is samsvarar viðbætt sykurmagn í Létt-drykkjarjógúrti með jarðarberjum tíu sykurmolum mbl.is/Styrmir Kári
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert