Gerið ykkur klár fyrir 20°C

Spáin á landinu kl. 15 í dag, laugardag.
Spáin á landinu kl. 15 í dag, laugardag. Skjáskot/Veðurstofan

Í dag má búast við því að hitinn á landinu fari í 20°C. Hlýjast verður á Norður- og Vesturlandi. Á höfuðborgarsvæðinu er spáð 10-18 stiga hita næsta sólarhringinn.

Veðurstofan spáir því að næsta sólarhringinn verði austlæg átt á landinu, 5-10 m/s, en 10-15 m/s syðst og með suðausturströndinni. Yfirleitt bjartviðri norðan- og vestanlands, en súld eða rigning um landið suðaustanvert. Hiti verður 8 til 20 stig, hlýjast á Norður- og Vesturlandi.

Á höfuðborgarsvæðinu má búast við austlægri átt, 3-10 m/s, og skýjuðu með köflum. En hitinn verður engu að síður 10 til 18 stig.

Sjá nánar á veðurvef mbl.is.

Og blíðan er ekki búin. Hér er veðurspáin fyrir næstu daga:

Á sunnudag:
Austan og norðaustan 5-10 m/s, en 10-15 með suðausturströndinni og allra syðst á landinu. Bjart með köflum á Vestur- og Norðurlandi og hiti 12 til 19 stig, en rigning suðaustan- og austanlands, einkum síðdegis. Hiti 8 til 12 stig.

Á mánudag:
Norðaustan 5-10 m/s og bjartviðri suðvestan- og vestanlands, annars skýjað og rigning með köflum um landið austanvert. Hiti 8 til 18 stig, hlýjast á Vesturlandi.

Á þriðjudag:
Austlæg átt 3-10 m/s. Skýjað austantil á landinu, en bjartviðri um landið vestanvert fram eftir degi. Fer að rigna víða um landið um kvöldið, síst þó norðvestantil. Hiti breytist lítið.

Á miðvikudag:
Austan- og suðaustanátt og rigning með köflum, einkum austantil á landinu. Hiti 8 til 18 stig, hlýjast á Vestur- og Norðurlandi.

Á fimmtudag og föstudag:
Lítur út fyrir suðlægar áttir og bjartviðri, en líkur á síðdegisskúrum víða um land. Hiti 10 til 20 stig.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert