Vantraust á formann Blindrafélagsins

Stjórn Blindrafélagsins samþykkti vantraustsyfirlýsingu á hendur formanni félagsins, Bergvini Oddssyni, á fundi sínum í gær. Er það vegna „alvarlegs trúnaðarbrests“ sem komið hafi upp á milli formannsins og stjórnarinnar.

Að mati stjórnar hafi formaður misnotað vald sitt og brugðist trausti ungs félagsmanns og þar með sýnt af sér siðferðilegt dómgreindarleysi. Segir stjórnin málsatvik með þeim hætti að formaður félagsins hafi nýtt sér vettvang félagsins til að véla ungan félagsmann til að leggja allt sitt sparifé í fasteignabrask honum tengt. Málið sé komið í hendur lögmanns.

„Stjórnin var nokkuð viss um að það væri engin leið fyrir hana að taka ekki afstöðu í málinu,“ segir Kristinn Halldór Einarsson, framkvæmdastjóri Blindrafélagsins. Þann 30. september verður svo haldinn félagsfundur þar sem farið verður fram á afsögn formannsins. „Aðilar fá þá tækifæri aftur til að gera grein fyrir máli sínu,“ segir Kristinn. laufey@mbl.is

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka