Bergvin Oddsson hefur tímabundið látið af störfum fyrir hverfisráð Grafarvogs, en beiðni hans þar af lútandi var samþykkt á fundir borgarráðs í gær. Bergvin er formaður Blindrafélagsins, en á miðvikudaginn var greint frá því að stjórn félagsins hefði samþykkt vantraustsyfirlýsingu á hendur honum. Vísaði hann þeim ásökunum á bug. Bergvin var formaður hverfisráðsins.
Stjórn Blindrafélagsins telur að formaðurinn hafi brugðist trausti ungs félagsmanns og þar með sýnt af sér siðferðilegt dómgreindarleysi. Segir stjórnin málsatvik með þeim hætti að formaður félagsins hafi nýtt sér vettvang félagsins til að véla ungan félagsmann til að leggja allt sitt sparifé í fasteignabrask honum tengt. Málið sé komið í hendur lögmanns.
Bergvin hafnar alfarið þeim ásökunum sem á hann hafa verið bornar af stjórn félagsins í tilkynningu sem hann gaf út.