Rúmlega milljón ökutæki á viku

Íbúar höfuðborgarsvæðisins kannast við svona teppu á álagstímum.
Íbúar höfuðborgarsvæðisins kannast við svona teppu á álagstímum. mbl.is/Ómar

Nýtt met var sett í umferðinni á höfuðborgarsvæðinu í september. Alls fór rúmlega milljón ökutæki yfir þrjú mælisnið Vegagerðarinnar á einni viku, eða samtals um 4,5 milljónir ökutækja í september.

Fram kemur á vef Vegagerðarinnar, að mikil aukning hafi orðið í umferð milli septembermánaða um höfuðborgarsvæðið skv. þremur mælisniðum Vegagerðarinnar eða 6,3%.

Þetta varð til þess að nýtt met var sett þar sem aldrei hafa mælst fleiri ökutæki fara daglega yfir mælisnið Vegagerðarinnar í einum mánuði, eða að jafnaði 148.975 ökutæki á sólarhring.

„Þessi bílafjöldi felur það í sér að vikulega ók rúmlega 1 milljón ökutækja um mælisniðin 3 á höfuðborgarsvæðinu eða tæplega 4,5 milljónir í heild, í mánuðinum. Mest jókst umferð á Vesturlandsvegi, ofan Ártúnsbrekku eð a 8,5% en minnst jókst umferðin um Hafnarfjarðarveg sunnan Kópavogslækjar eða 3,7%,“ segir á vef Vegagerðarinnar.

Nánar hér

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert