Bergvin Oddsson gefur kost á sér sem formaður Blindrafélagsins, að því er segir í fréttatilkynningu frá honum. Vantrausti var lýst yfir á hendur honum af stjórn félagsins í september.
„Á síðustu vikum hef ég fengið eindregna hvatningu og stuðning frá fjölmörgum félagsmönnum Blindrafélagsins á öllum aldri, bæði á höfuðborgarsvæðinu sem og á landsbyggðinni, til þess að gefa aftur kost á mér í formannsembættið á næsta aðalfundi Blindrafélagsins sem haldin verður í upphafi næsta árs.
Ég hef ákveðið að taka þeirri áskorun félagsmanna að halda áfram að vera í forystu Blindrafélagsins á næstu tveimur árum og mun því bjóða fram krafta mína til þess að leiða Blindrafélagið áfram til góðra verka,“ segir í tilkynningu.