Gert út af við aukið samstarf við HÍ

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson.
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson. mbl.is/Styrmir Kári

Nánast er gert út af við hugmyndir um sameiningar eða aukið samstarf Háskóla Íslands við menntastofnanir á landsbyggðinni með ákvörðun skólans að leggja af nám á Laugarvatni.

Kallar ákvörðun skólans á það að fjármunum verði í auknum mæli beint til skóla á landsbyggðinni. Þetta segir Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, forsætisráðherra, í færslu á Facebook. 

Fyrir helgi var greint frá því að háskólaráð hefði ákveðið að flytja námið til Reykjavíkur, en mikil óánægja er með það meðal nemenda, kennara og sveitarstjórnarfólks á svæðinu.

Það er hætt við því að ákvörðun HÍ um að leggja af nám á Laugarvatni muni gera út af við hugmyndir um sameinginar eða...

Posted by Sigmundur Davíð Gunnlaugsson on Saturday, 20 February 2016
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka