Bergvin náði ekki kjöri

Bergvin Oddsson og Sigþór U. Hallfreðsson, nýkjörinn formaður Blindrafélagsins.
Bergvin Oddsson og Sigþór U. Hallfreðsson, nýkjörinn formaður Blindrafélagsins.

Sigþór U. Hallfreðsson var kjörinn formaður Blindrafélagsins á aðalfundi félagsins sem haldinn var í gær. Fjórir voru í framboði en alls voru greidd 197 atkvæði. 

Bergvin Oddsson, fyrrverandi formaður félagsins, hlaut 50 atkvæði eða 25%, Sigurður G. Tómasson hlaut 21 atkvæði eða 11%, Sigþór U. Hallfreðsson hlaut 117 atkvæði eða 60% og Svavar Guðmundsson hlaut 2 atkvæði eða 2%. Auðir seðlar 4 og ógildir seðlar 3. 

Berg­vin Odds­son, formaður Blindra­fé­lags­ins, var kærður til lög­reglu fyr­ir auðgun­ar­brot og misneyt­ingu gegn ung­um fé­lags­manni í Blindra­fé­lag­inu í febrúar síðastliðnum. Berg­vin sagðist í samtali við mbl.is gruna að kær­an snerist um að klekkja á hon­um og kné­setja hann fyr­ir for­manns­kosn­ing­ar í mars.

Stjórn Blindra­fé­lags­ins samþykkti van­trausts­yf­ir­lýs­ingu á hend­ur for­manni fé­lags­ins, Berg­vini Odds­syni, á fundi sín­um í september á síðasta ári. Var það sagt vera vegna „al­var­legs trúnaðarbrests“ sem komið hafi upp á milli for­manns­ins og stjórn­ar­inn­ar.

Frétt mbl.is: Eins og fíll í glervöruverslun

Frétt mbl.is: Kærður fyrir fjárdrátt og misneytingu

Frétt mbl.is: Hafi farið offari gegn Bergvini

Á aðalfundinum í gær var eftirfarandi ályktunartillaga, borin fram af fráfarandi stjórn, samþykkt:

Aðalfundur Blindrafélagsins, haldinn þann 19. mars 2016, felur stjórn félagsins að hefja vinnu við að endurskoða og móta lög, siðareglur og verklagsferla fyrir starfsemi Blindrafélagsins.

a)     Endurskoða lög félagsins með það að markmiði að færa lögin betur að starfsemi félagsins,  gera lögin skýrari og færa inn í þau venjur, hefðir og óskráðar reglur sem breið samstaða er um. Tillögur að nýjum lögum Blindrafélagsins skulu lagðar fyrir aðalfund félagsins 2017.

b)     Að gera tillögu að siðareglum Blindrafélagsins. Siðareglurnar skulu byggja á gildum Blindrafélagsins og meðal annars fjalla um ábyrgð allra þeirra sem starfa á vettvangi félagsins og samskipti bæði inná og útá við.
Tillaga að nýjum siðareglum fái umfjöllun og staðfestingu félagsfundar Blindrafélagsins.

c)     Að setja niður verklagsferla fyrir starfsemi félagsins. Þar með talið fyrir stjórn félagsins, deildir, nefndir og skrifstofu.

Við þessa vinnu verði lögð á það rík áhersla að kalla fram sjónarmið félagsmanna og starfsmanna og leita ráðgjafar fagfólks eftir því sem við á.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka