Forsetaframbjóðendur kynntir í dag

Tilkynnt verður um það í dag hverjir séu í framboði …
Tilkynnt verður um það í dag hverjir séu í framboði til embættis forseta Íslands. mbl.is/Sigurður Bogi

Frestur til að skila inn meðmælendalistum og öðrum nauðsynlegum gögnum vegna forsetakosninganna 25. júní nk. rann út á miðnætti í gær. Fundað verður með frambjóðendum og/eða umboðsmönnum þeirra í innanríkisráðuneytinu klukkan tvö í dag þar sem forsetaframbjóðendur verða kynntir. Þetta staðfestir Stefanía Óskarsdóttir, sérfræðingur í innanríkisráðuneytinu, í samtali við mbl.is.

Hún segist ekki geta gefið frekari upplýsingar um hverjir frambjóðendurnir séu heldur þurfi það að koma í ljós eftir fundinn. Ríkisútvarpið segist hafa heimildir fyrir því að níu frambjóðendur hafi skilað inn gögnum til ráðuneytisins áður en fresturinn rann út. Listinn er eftirfarandi:

Andri Snær Magnason

Ástþór Magnússon

Davíð Oddsson

Elísabet Jökulsdóttir

Guðni Th. Jóhannesson

Halla Tómasdóttir

Hildur Þórðardóttir

Sturla Jónsson

Guðrún Margrét Pálsdóttir

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert