Sams konar vandamál kom aftur upp

Sjá má vélina hringsóla eftir flugtak.
Sjá má vélina hringsóla eftir flugtak. Mynd/Flightradar

„Það kom fram bilun þar sem hjólabúnaðurinn vinstra megin festist ekki eftir flugtak í Keflavík. Það var tekin ákvörðun um að snúa vélinni við og lenda aftur í Keflavík,“ segir Guðjón Arngrímsson upplýsingafulltrúi Icelandair. Breiðþota félagsins af tegundinni Boeing 767 sem lagði af stað til Boston skömmu eftir klukkan 17 í dag er aftur lent í Keflavík.

„Þar sem vélin var fullhlaðin þurfti að létta hana fyrir lendingu með því að brenna eldsneyti. Það er ástæðan fyrir því að hún hringsólaði. Farþegarnir fara með annarri vél til Boston,“ segir Guðjón.

Hann staðfestir að um sé að ræða sömu vél og var í sams konar vandræðum í Boston fyrr í vikunni.

Sjá frétt mbl.is: Vélin komin heim frá Boston

Sjá frétt mbl.is: Allir farþegarnir komnir

Sjá frétt mbl.is: Föst í Boston frá því á mánudag

Boing 767 þota Icelandair.
Boing 767 þota Icelandair. mbl.is/Árni Sæberg
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert