Fundu sverð frá tíundu öld

Fundurinn þykir afar merkilegur.
Fundurinn þykir afar merkilegur. Ljósmynd/Aðsend

Nokkrir félagar í gæsaveiði gengu fram á forláta sverð frá víkingaöld um helgina sem þeir afhentu svo á Minjastofnun í morgun. Einungis um 20 slík sverð eru varðveitt hér á landi og þykir það vera í afar góðu ásigkomulagi. Talið er að það hafi verið í heiðinni gröf og er verið kanna svæðið frekar.  

Það var Rúnar Stanley Sighvatsson sem afhenti Kristínu Huld Sigurðardóttur, forstöðumanni Minjastofnunar, sverðið í morgun en það fannst á Suðurlandi skammt frá Hrífunesi. Hún segir fundinn afar merkan en rúmur áratugur er síðan sverð af svipaðri gerð fannst hér á landi. Starfsfólk Minjastofnunar skaut á að sverðið hefði verið gert á árunum 900-1000 en nú verður það tekið til frekari rannsókna.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert