Þrívíddarlíkan af sverði mögulegt

Þrívíddarlíkan af sverðinu verður hugsanlega búið til.
Þrívíddarlíkan af sverðinu verður hugsanlega búið til. Ljósmynd/Skjáskot

Ármann Guðmundsson, fornleifafræðingur, er að vonum ánægður með að fundist hafi um síðustu helgi sverð sem talið er vera frá 10. öld.

„Þetta er alveg magnaður fundur. Það er ekki á hverjum degi sem svona gripur kemur inn á Þjóðminjasafnið og bara á söfn yfirleitt,“ segir Ármann.

„Það hafa komið tvö sverð í Þjóðminjasafnið á síðustu tuttugu árum, þannig að það er ekkert skrítið að þetta fangi athygli fólks og starfsmanna líka.“

Frétt mbl.is: Sverðið kom inn á heimili bóndans

Frétt mbl.is: Beið eftir að verða tekið upp 

Forverðir munu sjá um að meðhöndla gripinn. Eftir það kemur í ljós hvað gert verður við hann.

Að sögn Ármanns liggja mörg tækifæri fyrir safnið varðandi kynningu og rannsóknir á sverðinu. Einn möguleiki er að búa til þrívíddarlíkan af því og setja það á netið.

„Þá getur fólk skoðað það í bak og fyrir og snúið því fram og til baka. Þannig kemst fólk í tengsl við sverðið inni í stofu. En það hefur ekki verið tekin formleg ákvörðum um hvað verður gert,“ segir hann.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert