Biðst velvirðingar á orðalagi

Guðlaugur Þór Þórðarson og Vigdís Hauksdóttir, formaður fjárlaganefndar, er þau …
Guðlaugur Þór Þórðarson og Vigdís Hauksdóttir, formaður fjárlaganefndar, er þau kynntu skýrsluna fyrir blaðamönnum. mbl.is/Eggert

Guðlaugur Þór Þórðarson, varaformaður fjárlaganefndar Alþingis, segir að það hafi aldrei verið ætlun meirihluta fjárlaganefndar í skýrslu um einkavæðingu bankanna hina síðari að vega að starfsheiðri einstaklinga  sem eiga ekki annað skilið en þakkir fyrir sín störf. Hann biðst velvirðingar á slíkum mistökum á Facebook-síðu sinni.

Þar segir hann nefndina hafa fengið ábendingar um að orðalag í skýrslunni sé þannig að hægt að sé að skilja það sem árásir eða gagnrýni á embættismenn og sérfræðinga sem komu að málum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert