Sjúkrabíll og jepplingur rákust saman á Vesturlandsvegi, 11 km norður af Borgarnesi, fyrir skömmu. Lögreglan í Borgarnesi er á vettvangi og eru vegfarendur beðnir um að aka varlega í nágrenni slysstaðarins.
Að sögn varðstjóra í lögreglunni í Borgarnesi er ekki vitað hvort slys hafa orðið á fólki né heldur hvað gerðist þar sem lögregla var að koma á vettvang. Áreksturinn varð á gatnamótum Vesturlandsvegar og Hvítárvallavegar.
Uppfært klukkan 12:33
Þyrla Landhelgisgæslunnar fór á vettvang og flutti eina manneskju á Landspítalann en það var sjúklingur sem var verið flytja á sjúkrahús. Ekki er hægt að fá nánari upplýsingar að svo stöddu enda lögreglan enn að störfum á slysstað.