Jón Björn einn í framboði

Jón Björn Hákonarson.
Jón Björn Hákonarson.

Jón Björn Hákonarson er einn í framboði sem ritari Framsóknarflokksins eftir að Gunnar Bragi Sveinsson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, dró framboð sitt til baka. Jón Björn er sveitarstjórnarmaður í Fjarðabyggð og býr í Neskaupstað.

„Ég vona að ég geti miðlað af þeirri þekkingu sem ég hef úr sveitarstjórnarmálum og hafandi starfað í félagsmálum allt mitt líf,“ sagði Jón Björn í framboðsræðu sinni.

„Það hafa geisað ýmsir vindar hér um helgina og við höfum notið athygli fjölmiðla. Þess vegna er svo mikilvægt að við séum samstillt.“

Hann bætti við að Framsóknarflokkurinn muni ganga inn í nýja öld, sterkari sem aldrei fyrr. Uppskar hann mikið lófaklapp fyrir.

Kosning stendur nú yfir á næsta ritara Framsóknarflokksins. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka