Jón Björn Hákonarson, sveitarstjórnarmaður í Fjarðabyggð, var kjörinn ritari Framsóknarflokksins á nýloknu 34. flokksþingi Framsóknarflokksins. Jón Björn var einn í kjöri til ritara eftir að Gunnar Bragi Sveinsson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, dró framboð sitt til baka.
Frétt mbl.is: Jón Björn einn í framboði