Átti Hróar Tungugoði eða Hámundi halti sverðið?

10. aldar víkinasverðið sem fannst í landi Ytri-Ása kann að …
10. aldar víkinasverðið sem fannst í landi Ytri-Ása kann að hafa tilheyrt Hróari Tungugoði eða syni hans, Hámundi Halta, mbl.is/Eggert Jóhannesson

Lítið er um þekktar söguslóðir á landinu í kringum Ytri-Ása, þar sem 10. aldar sverð og lærleggur hafa fundist í kumli á undanförnum vikum. Fátt er þá vitað um byggð eða frásagnir af greftrun á  þessum slóðum.

Gunnar Karlsson, prófessor emiritus við Háskóla Íslands, segir Hróar Tungugoða þó hafa verið höfðingja á svæðinu og því sé ekki útilokað að sverðið hafi tilheyrt honum eða syni hans, Hámundi halta, þó slíkt verði að teljast ólíklegt.

Frétt mbl.is: Vísar kumlið á óþekktan skála?

„Hróar er þekktur vígamaður samkvæmt Landnámu og það er gert ráð fyrir að það hafi verið til Íslendingasaga af honum sem síðan hafi glatast,“ segir Gunnar og bendir á að algengt hafi verið að stuttur úrdráttur úr Íslendingasögum rataði í Landnámu og slíka frásögn sé að finna af Hróari.

„Frásögnin af honum er afskaplega ágripskennd og stuttaralegt, en kumlið hefur  þó verið inni í goðorði Hróars,“  segir Gunnar.

Lítið er annars vitað um Hróar, sem var sonur Una Danska, sem var sonur Garðars Svavarssonar sem kom til Íslands á undan Ingólfi Arnarsyni. Una þessi barnaði Þórunni, dóttur Leiðólfs Kappa, en neitaði síðan að giftast henni og ætlaði að stinga af. Leiðólfur drap því Una, en erfði son þeirrar Þórunnar að eigum sínum.  

Frétt mbl.is: Áin tók allt nema sverðið og vinstri fótinn

Frétt mbl.is: Fundu mannabein skammt frá sverðinu

„Hróar var hið mesta afarmenni og hann átti Arngunni Hámundadóttur, systur Gunnars frá Hlíðarenda. Þeirra sonur var Hámundur hinn halti sem var hinn versti vígamaður,“ segir Gunnar og bætir við að sverðið geti alveg hafa tilheyrt Hróari eða Hámunda, þar sem fátt sé um þekkta höfðingja í sveitinni.

Sú kenning er hins vegar ekki gallalaus „Hróar bjó fyrst í Ásum, en tók síðar Lómagnúpslönd af Eysteini, syni Þorsteins Tittlings og Auðar Eyvindardóttur, systur þeirra Móðólfs og Brandar,“ segir Gunnar og því verði að telja ólíklegt að Hróar sé grafinn að Ytri-Ásum. „ það er nú kannski gallinn við ímynda sér að hann sé grafinn þarna austurfrá, því það er eins og hann flytji austar.“

Frétt mbl.is: Fundu sverð frá tíundu öld

Goðorð Hróars Tungugoða náði m.a. um Ytri-Ása þar sem sverðið …
Goðorð Hróars Tungugoða náði m.a. um Ytri-Ása þar sem sverðið og lærleggurinn fundust. mbl
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert