Víkingaskipið híft upp úr höfninni

Vinna við að hífa upp víkingaskipið Véstein, sem sökk í smábátahöfninni á Granda fyrr í kvöld, hefur staðið yfir í kvöld.

Frétt mbl.is: Víkingaskipið sökk í storminum

Vatni hefur verið dælt upp úr skipinu og náði það að lyftast upp við það. Skipið var fært frá flotbryggjunni og yfir á aðra bryggju þar sem auðveldara var að hífa það upp.  

Komið hefur í ljóst að ekkert gat var á skipinu.

Frétt mbl.is: „Víkingaskip sem þolir ýmislegt“

Skipið var smíðað á Þingeyri árið 2008 og hefur því oft verið siglt út á sjó með ferðamenn. Síðasta ferð Vésteins var um síðustu helgi.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka