Böngsum bjargað í þúsundatali

Bangsarnir eru misvel haldnir þegar þeir koma á spítalann en …
Bangsarnir eru misvel haldnir þegar þeir koma á spítalann en í merkilega mörgum tilvikum er hægt að lækna mein þeirra með því að setja plástur á réttan stað. Kristinn Ingvarsson

Slasaðir og veikir bangsar geta fengið bót sinna meina á laugardag og sunnudag á Barnaspítala Hringsins, en Bangsaspítalinn verður starfræktur þar um helgina. Öllum börnum er boðið að koma í heimsókn á spítalann með bangsana sína milli klukkan 11 og 15 báða dagana.

Sem fyrr er það Lýðheilsufélag læknanema sem stendur að þessum viðburði. Bangsaspítalinn hefur verið vel sóttur undanfarin ár og í fyrra var hlúð að um 1.450 böngsum. „Þetta hefur verið góð reynsla fyrir nýnema í læknisfræði. Þarna fá þeir æfingu í samskiptum bæði við börn og fullorðna. Fyrir börnin snýst þetta um að koma inn á spítalann og fá tækifæri til að horfa á hann í jákvæðu ljósi,“ segir Ásdís Hrönn Sigurðardóttir, formaður félagsins.

Mælt er með því að foreldrar ræði við börnin um hvað það er sem amar að bangsanum áður en komið er á Bangsaspítalann, en þar tekur bangsalæknir við, aðstoðar eigandann við greiningu og finnur út heppilega meðferð við því sem hrjáir bangsann.

Undanfarin ár hafa ófáir bangsakvillar verið læknaðir með alúð og litríkum myndaplástrum.

Lýðheilsufélag læknanema stendur að Bangsaspítalanum. Í efri röð f.v. eru …
Lýðheilsufélag læknanema stendur að Bangsaspítalanum. Í efri röð f.v. eru Elísabet, Anna og Gísli. Í neðri röð f.v. Hallbera, Guðrún, Sandra, Íris og Hekla. Ljósmynd/Lýðheilsufélag læknanema
Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert